SkautahöllSkautahöllin í Laugardal leggur mikla áherslu á öryggi gesta sem heimsækja höllina á degi hverjum, því hefur Skautahöllin eignast ógrynni af hjálmum 

sem hægt er að nýta sér þegar fólk fer á skauta að skemmta sér. Og auðvitað eru þeir þér að kostnaðarlausu.

Börn er ávallt á ábyrgð foreldra, og því ítrekum við notkun á hjálmum og þeim öryggisbúnaði sem krefst að hverju sinni. 

Það er kalt á svellinu og því skaltu klæða þig vel.
Það sem þú skalt huga að þegar kemur að klæðnaði er að hlýjar buxur, sokkar, og peysa henta einstaklega vel, auk þess sem vettlingar eru nauðsynlegir.

Ekki er gott að vera með flaksandi trefla eða annað sem getur flækst í aðra og valdið slysum.

Farðu alltaf eftir þeim reglum sem gilda á svellinu, þ

ú getur kynnt þér nánar reglurnar á töflu í anddyri Hallarinnar.

Í Skautahöllinni eru öryggisskápar með lyklum sem hægt er að fá leigða í lengri eða skemmri tíma. Þar er hægt að geyma verðmæta hluti á meðan þú skemmtir þér á skautum. Skáparnir eru vaktaðir með myndavélum allan sólarhringinn.

Kostnaður við að leigja skáp er 50kr.- og afgreiðir þú þig algerlega sjálf(ur), peningurinn er settur í bakhlið hurðar.

Ekkert tímagjald er á öryggisskápum.

Skautahöllinn tekur ekki ábyrgð á hlutum sem kunna að glatast á meðan heimsókn í höllinni stendur, því bendum við öllum gestum okkar á að geyma þá í læstum og öruggum skáp á svæðinu gegn litlu gjaldi.Öryggisreglur Skautahallarinnar


Það er bannað að:
Sitja eða klifra á kantinn umhverfis svellið
Höggva upp úr svellinu eða kasta snjó
Skauta á miklum hraða eða vera í eltingaleik
Æfa stökk og píróettur
Drekka eða borða inn á svellinu
Henda rusli á svellið
Nota lausa hluti til að leika í almennum tímum
Vera með flaksandi trefla eða í síðum kápum eða frökkum
Halda á börnum á svellinu
Skauta í keðjum sem samanstanda af fleiri en þremur einstaklingum
Vera á skautum fyrir utan svellið á svæðum sem eru ekki með gummídúk

Gætið þess að:
Skautarnir séu vel reimaðir yfir ökkla og í réttri stærð
Skauta rangsælis um svellið nema annað sé tekið fram
Tala við starfsólk ef þið þurfið á aðstoð að halda
Fara að fyrirmælum gæslumanns á svæðinu

Athugið:
Börn yngri en átta ára skulu ekki skilin ein eftir á svellinu
Börn yngri en tíu ára skulu vera í fylgd með fullorðnum í almenningstímum
Við mælum með að notaðir séu hjálmar (hjólahjálmar) og æskilegt er að vera með vettlinga/hanska.