Vetrafrí í skautahöllinni!
Núna og næstu daga er vetrarfrí grunnskólanna á höfuðborgarsvæðinu. Þá er tilvalið að kíkja á skauta í Skautahöllinni í Laugardal!
Hægt er að taka skauta á leigu eða koma með sína eigin. Að skauta er skemmtileg hreyfing fyrir alla fjölskylduna!