Veitingar í Skautahöllinni
Skautahöllin í Laugardal er með veitingasölu á staðnum, þar er hægt að fá sér heitt kaffi og kakó, heitar samlokur, pylsur ásamt öðru góðgæti. Foreldrar og iðkendur í Listhlaupadeild SR reka sjoppuna í fjáröflunarskyni. Veitingasalurinn hentar mjög vel fyrir afmæli eða aðrar uppákomur og þeir sem sækja veitingasalinn þurfa ekki að fara úr skautunum, þar sem dúkur er á umræddu svæði og því hægt að ganga á skautum þar. Það er tilvalið fyrir starfsmannahópa að taka sig saman og hittast á skautum og fá sér t.d. pizzur og gos, eða heitt kakó. Athugið að panta þarf fyrirfram með því að senda póst á netfangið: skautaafmaeli@gmail.com.
Í veitingasal Skautahallarinnar eru stólar og borð sem hægt er að raða saman og gera til dæmis langborð fyrir afmæli.
Afmælin/Hópeflin er hægt að hafa á þessum tímum:
Fimmtudaga kl. 17:00-19:00
Laugardaga kl. 13:00-15:00
Sunnudaga kl. 13:00-15:00
Barna afmælispakkar/skólahópar/hópefli - góð lausn
Aðgangur, skautar +2 pizzusneiðar og gos eða djús: 2.500kr. - á barn.
Afmælisbarnið má koma með afmælistertu með sér. Hægt er að fá aðgang að diskum, glösum og servíettum. Við komu í höllina þarf að staðfesta fjölda einstaklinga, hvernig pizzur henta ykkur best og hvaða drykki þið viljið fá.
Bóka þarf afmæli með því að senda póst á netfangið: skautaafmaeli@gmail.com