Íþróttabandalag Reykjavíkur annast rekstur Skautahallarinnar í Laugardal samkvæmt samningi við borgaryfirvöld. Skautahöllin er mikið mannvirki, rúmlega 3.700 fermetrar að stærð, þar af er sjálft svellið 1.800 fermetrar. Skautahöllin tekur allt að 1.000 manns í sæti. Mikil áhersla hefur alla tíð verið lögð á að almenningur hafi greiðan aðgang að höllinni en jafnframt hefur Skautafélag Reykjavíkur sína æfinga og keppnisaðstöðu í húsinu.
Skautahöllin í Laugardal
Múlavegi 1
104 Reykjavík
Sími: (+354) 588 9705 (1)
netfang: skautaholl@skautaholl.is
Forstöðumaður Skautahallarinnar í Laugardal
Egill Eiðsson
Sími: 897 9960
netfang: skautaholl@skautaholl.is
Grunnskólar höfuðborgarsvæðisins hafa nýtt sér aðstöðuna í miklum mæli og virðist sem skautaíþróttin eigi miklum vinsældum að fagna hjá grunnskólanemum. Skautafélag Reykjavíkur æfir í Skautahöllinni. Félagið býður upp á íshokkíæfingar og listskautaiðkun fyrir fólk á öllum aldri.
Persónuverndarstefna ÍBR má finna hér.
Stefna um rafræna vöktun í Skautahöllinni í Laugardal má finna hér.