Hér má finna upplýsingar um aðgangseyrir, leigu á skautum og verð á annarri þjónustu. Við viljum benda öllum sem ætla að fara á skauta að hægt er að fá lánaðan hjálm endurgjaldslaust á meðan á heimsókninni stendur.
Hægt er að kaupa miða á staðnum eða bóka tíma á skauta hér!
Kaupa staka tíma
Börn (6-16 ára)
Aðgangseyrir: 900 kr.
Skautaleiga: 750 kr. (stærð 27-48)
Samtals saman: 1.650 kr.
Fullorðnir (17 ára og eldri):
Aðgangseyrir: 1.350 kr.
Skautaleiga: 750 kr. (stærð 27-48)
Samtals saman: 2.100 kr.
Kaupa 10 tíma kort
Barnakort (6-16 ára):
Gilda ekki fyrir hópa
10 miðar – aðgangur: 7.500 kr.
10 miðar – aðgangur og skautaleiga: 14.000 kr
Kort fyrir fullorðna (17 ára og eldri):
Gilda ekki fyrir hópa
10 miðar – aðgangur: 11.500 kr.
10 miðar – aðgangur og skautaleiga: 18.000 kr.
Leikskólabörn, aldraðir og öryrkjar: Frítt
Fjölskyldupakki:
Aðgangseyrir og skautaleiga fyrir fjóra. Að minnst einn fullorðinn, hámark tveir fullorðnir.
Samtals: 5.600 kr.
Hópafsláttur 20 eða fleiri
Börn 6-16 ára
Aðgangur og skautaleiga: 1.350 kr.
Aðgangur: 750 kr.
Fullorðnir 17 ára og eldri
Aðgangur og skautaleiga: 1.650 kr.
Aðgangur: 1.250 kr.
Afsláttur er veittur hópum yfir 20 manns á almenningstímum. Greiða verður samtímis fyrir allan hópinn.
Skólaafsláttur
(frá kl.09:00 til 14:30 á virkum dögum)
Aðgangur og skautaleiga: 1.100 kr.
Aðgangur: 750 kr.
Reglur um skólahópa: Ofangreindur hópafsláttur fyrir skólanemendur gildir á virkum dögum frá kl. 09:00 til kl. 14:30. Nemendur eru á vegum viðkomandi skóla ásamt kennara. Miðað er við að skólahópar séu 1 klst. á svellinu, nema um annað sé samið. Afslátturinn er háður því að greitt sé fyrir allan hópinn í einu. Afslátturinn gildir ekki í jóla- og páskafríum skólanna. Lágmarksfjöldi er 20 nemendur frá kl. 9:00-12:00 á virkum dögum.
Önnur þjónusta
Skautaskerpingar: 1.900 kr.
Undirsetning blaða: 6.800 kr.
Þessi þjónusta er í boði eftir klukkan 13 á virkum dögum og á opnunartíma um helgar.
Leiga á Skautahöllinni
Skólar, fyrirtæki, hópar og einstaklingar geta fengið Skautahöllina leigða fyrir skemmtanir eins og t.d afmæli, jólaböll, fjölskylduhátíðir, fyrirtækjaskemmtanir og fleira á laugardagskvöldum frá kl.17:15 til 22:00. Nánari upplýsingar hjá Skautahöllinni í síma 588 9705 eða með því að senda tölvupóst á netfangið skautaholl@skautaholl.is